Rólegar vaktir en fiskur víða

Hjörleifur Steinarsson með 76 cm birting úr Villa, tekinn á fluguna Makríl.

Enn er víða birtingur í ám fyrir austan en dagarnir eru misgóðir og fer oft eftir aðstæðum sem eru stundum betri og stundum verri. Við fréttum af Hjörleifi Steinarssyni sem hefur evrið að veiðum í Eldvatni síðan í gær.

74 cm úr Villa, einnig á Makríl.
„Það er frekar rólegt yfir ánni, smá kropp. Fiskurinn dreifður og ekki mikil taka, hollið komið með 6 fiska. Makríll hefur verið okkur drjúgur. Á myndunum eru 2 fiskar úr Villa, 74 og 76cm. Báðir teknir á Makríl ( flugan heitir það). Makríll er hannaður af stórveiðimanninum og vini mínum Róberti Þórhallssyni skólastjóra FÍH,“ sagði Hjörleifur í spjalli við VoV.