Eyjafjarðará gerir sig gildandi í stórfiskum enn á ný

Þetta mun vera Matthías Stefánsson hjá Iceland Outfitters með 89 cm birting úr Eyjafjarðará. Svakalegur fiskur.

Það er ekki bara verið að gera góða veiði á sjóbirtingi sunnan heiða, Eyjafjarðará, sú nafntogaða sjóbleikjuá hefur verið með hríðvaxandi sjóbirtingsstofn síðustu ár og þegar gluggar hafa komið í veðrinu að undanförnu hefur veiðst vel.

Á FB síðu Eyjafjarðarár vaar þessi frétt/texti nú í kvöld: „Ungir veiðimenn gerðu góða ferð í Eyjafjarðará um helgina og lönduðu þessum glæsilegu sjóbirtingum. Hollið sem hóf veiði á laugardag og lauk veiði á sunnudag, landaði yfir 40 birtingum og af þeim voru 4 yfir 80 cm og sá stærsti mældist 89 cm.!“
Þetta er sem sagt næstum vikugömul frétt, en góð frétt samt, alltaf gaman að segja frá tröllum og fallegum veiðisögum. Enn mun vera veitt í Eyjafjarðará, upplýsingar um það má eflaust finna á FB síðu árinnar. Þar eru líka fleiri myndir af stórfiskum og afrekum þessa ungliðaholls.