Veiði hófst í Litlá í Kelduhverfi í gær og í blíðskaparveðri gekk sannarlega allt að óskum, mikið var af fiski og hann var tökuglaður.

Leigutakar árinnar sem halda úti FB síðu, sjrifuðu: „Fyrsti veiðidagur í Litluá gaf um 90 fiska í góðu og björtu veðri. Sól, næstum logn og 6 stiga hiti á opnunardaginn við Litluá. Nóg af fiski í ánni og þrátt fyrir bjartviðrið komu tugir fiska á land fyrstu 4 tímana. Fiskurinn er vel haldinn og feitur og gott hljóð í veiðimönnum. Stærsti fiskur sem við höfum heyrt af hingað til er 73cm og fáum við vonandi mynd af honum síðar.