votnogveidi_Fors_2009-02
almennt

Brynjudalsá í útboð

11.9.2013

 

2011 laxar í Brynjudalsá

Laxatorfa í Bárðarfossi í Brynjudalsá. Mynd Ríkarður Hjálmarsson.

Skemmtilegt lítið útboð er nú komið á koppinn, Brynjudalsá í Hvalfirði er þar á ferðinni, en hún er veiðisæl spræna sem leynir á sér og er veidd með tveimur stöngum.

Þetta kemur fram á vef LV, angling.is, en þar stendur m.a.: „Veiðifélag Brynjudalsár í Kjós óskar hér með eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Brynjudalsá fyrir árin 2014 til 2017, að báðum árum meðtöldum. Frestur til að skila tilboði rennur út mánudaginn 7. október 2013, kl. 14.00. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10 október, kl. 14.00, í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, á heimili formanns veiðifélagsins að Þrándarstöðum í Brynjudal.“

Síðustu árin hefur Friðrik D.Stefánsson verið leigutaki árinnar og selt hana í gegnum Lax-á. Friðrik var fyrir margt löngu framkvæmdastjóri hjá SVFR.

Öll smáatriðin um útboðið er að finna í frétt á http://www.angling.is/
Skoða gamlar færslur


Útlit síðu: