votnogveidi_Fors_2009-05
almennt

Enn er víða hægt að komast í veiði

22.9.2010

 

Tveir með hann á í einu í Eystri Rangá

Það hefur verið líf og fjör á bökkum Eystri Rangár í sumar. Mynd Páll Ketilsson. Að neðan er fallegur smálax veiddur neðan við Hellishóla í Þverá.

VoV leit aðeins yfir landakortið og velti fyrir sér hvar enn er hægt að komast í veiði. Þær hafa seinkað sér haustlægðirnar og víða verið harðlífi, en um næstu helgi á að breytast En það er bara of seint fyrir marga veiðistaði….

Þverá í Fljótshlíð 2010

…en ekki alla! En það er 22.september í dag og margar laxveiðiár búnar að renna sitt skeið. Þessar svokölluðu sjálfbæru ár eru margar lokaðar núna en aðrar eru veiddar fram undir mánaðamótin. Lítið er laust af leyfum í þær, en öðru máli gegnir um þær ár sem byggja veiðiskapinn á sleppitjarnarkerfinu. Þær eru all nokkrar og nær allar á Suðurlandi. Í þeim er ekki stórmál að verja hrygningarsvæði og því eru þær opnar miklu lengur heldur en hinar. Einar Lúðvíksson er stór í þessum geira og við báðum hann um yfirlit. Hann sagði:

“Í Eystri-Rangá er veitt út október og nóg til af leyfum þá, en september er uppseldur. Það hefur verið fín veiði í Eystri undanfarið um 100 laxar á dag.

Þverá í Fljótshlíð er opinn til 20.október ég fékk ekki lengri framlengingu en það og nóg til af leyfum. Affallið er hins vegar uppselt til 13.október ég fékk ekki lengri framlengingu en til 20.október og bændurnir eiga seinustu vikuna.” Lesendur geta séð meira á http://www.ranga.is/

Flottur birtingur úr Varmá

Haustið er ekki síst tími sjóbirtingsins. Þessi glæsilegi fiskur er úr Varmá/Þorleifslæk. Mynd Einar Falur.

Fyrir austan Fjall eru einnig vestari Rangáin, þ.e.a.s. Ytri og Hólsá að vestan og svo Tungufljót í Biskupstungum sem eru á framfæri Lax-ár og eru einnig opin fram í október.

Haustið býður einnig, og ekki hvað síst, upp á sjóbirtingsveiði. Þegar rennt er yfir laus leyfi hjá veiðileyfasölum kemur hins vegar á daginn að bestu bitarnir eru flestir étnir. Við fundum t.d. ekkert laust í Tungufljóti og Geirlandsá og aðeins lítilræði í Steinsmýrarvötnum og Eldvatnsbotnum hjá SVFR og smávegis í Fossálum, Jónskvísl og Fitjaflóði hjá SVFK. Ekkert þó fyrr en í október. SVFR á sem stendur mikið af leyfum í Varmá/Þorleifslæk, en samkvæmt hefðinni munu þau sópast út þegar menn sjá einhverja regndropa í kortunum. Þá á Pétur í Vatnsdalsá eitthvað laust í Eldvatni í október og Litlaá er veidd fram í viku af október og þar eru lausar stangir.

Lax- og sjóbirtingsveiði kostar auðvitað einhvern pening þótt komið sé langt fram á haust. Á móti kemur að ofangreind svæði eru full af laxi. Fyrir minni pening þá eru ýmis svæði Veiðikortsnis enn opin og haustið vanmetin tími í vatnaveiði. Þá gæti Hlíðarvatn verið sniðugur kostur þót stutt sé í vetur.
Skoða gamlar færslur


Útlit síðu: