votnogveidi_Fors_2009-05
Oddný og Hilmar

28.1.2015 almennt : Veiðiflugur á Langholtsvegi til sölu

Veiðivöruverslun var auglýst til sölu í Fréttablaðinu í dag og mátti lesa milli línanna að um Veiðiflugur á Langholtsvegi væri að ræða.  Hilmar Hansson annar eigenda verslunarinnar sagði í samtali við VoV að það væri „ekkert leyndarmál“, ef að „rétt verð fengist.“


2014myrarkvísl

26.1.2015 almennt : Vefsíða með veiðiperlum á NA-landi

Ný vefsíða er komin í loftið, en henni er ætlað að lóðsa menn í spennandi veiðimöguleika á Norðausturlandi. Síðan heitir www.kaupaleyfi.is og er stýrt af Matthíasi Þór Hákonarsyni, sem er atorkusamur veiðileiðsögumaður og leigutaki Mýrarkvíslar.

2015 grímsá

22.1.2015 almennt : Hreggnasi með Grímsá til 2020

Veiðifélagið Hreggnasi var nýverið að undirritað langtíma samning við Veiðifélag Grímsár og Tunguár um langtíma leigu á ánum. Svæðið verður nú hjá Hreggnasa til og með 2020.

Laxfoss-bok

21.1.2015 almennt : Veiði- og útivistarfólk haldi vöku sinni

Orkustofnun skilaði í gær drögum að skilgreiningum 50 virkjanakosta til verkefnisstjórnar þriðja áfanga Rammaáætlunar.Virkjanakostirnir eru alls 88 og því eru 38 eftir. RUV greindi frá þessu, en þarna er að finna vægast sagt athyglisverða virkjunarkosti.

11 Þetta er alveg að koma....

19.1.2015 veiðsagan : Feigur, feigari feigastur

Oft er talað um „feiga“ laxa, seinheppna einstaklinga sem að hafa allt sér í mót. Þeir eru færri hin seinni ár, enda er æ fleiri löxum sleppt aftur, en sumir eru bara feigir. Hér ryfjum við enn og aftur upp gamla veiðisögu, hún er úr Árbókinni okkar frá 1991.

2013 Ásgarður Árni Baldursson

16.1.2015 almennt : Netaveiðar í Ölfusá/Hvítá ólöglegar?

Árni Baldursson veiðileyfasali hjá Lax-á og leigutaki nokkurra svæða á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár telur að netaveiðibændur á svæðinu brjóti landslög, veiðarnar séu ólöglegar og að um stórmál sé að ræða sem skoða þurfi vandlega.

Sportveiðiblaðið

15.1.2015 almennt : Sportveiðiblaðið komið út

Nýjasta tölublað Sportveiðiblaðsins kom út núna seinni part vikunnar og kennir að venju margra grasa í efnistökum þess. Alltaf jafn fróðlegt aðf letta blaðinu og magnað að sjá að þetta er þriðja tölublað af 32.árgangi.

2013 sjókvíaeldi

14.1.2015 almennt : Sjókvíaeldi: Risaslys í Noregi

Það er ekki víst að allir hafi séð ákveðna frétt í Fréttablaðinu í dag vegna þess að hún var smá í sniðum og fór ekki hátt. Hins vegar var efni hennar all miklu stærra að upplagi, en hún snérist um ógrynni eldislaxa- og regnboga sem sluppu úr kvíum nýverið í Noregi.

Midfjardara-agust-2010-B-CROPP

10.1.2015 veiðsagan : Verða veiðisögur nokkuð skrítnari en þessi?

Hér er ný/gömul veiðisaga sem að við birtum í Árbókinni okkar árið 1991. Óhætt er að segja að furðulegri veiðisögur eru vandfundnar og spurning hvort að svar fæst nokkru sinni við því hvað þarna gerðist eiginlega....

eldislax sem veiddist í Breiðdalsá 2005

10.1.2015 eitt og annað : Eldislaxaplágan um árið

Við ætlum að rifja hér upp frétt sem var í Árbókinni okar árið 1991, en árin á undan hafði mjög borið á kvíaeldislaxi í ám, sérstaklega á Suðvesturlandi, enda slapp óheyrilegur fjöldi slíkra laxa úr sjókvíum á þeim slóðum. En frétt þessi er frá Fnjóská....sem er eins og allir vita á Norðurlandi....

0018

6.1.2015 veiðsagan : Rifjum upp söguna af „rosaháfnum“

Nú er um að gera að drífa vefinn aftur í gang eftir hátíðirnar og fríið. En það er lítið í fréttum í bili og ætlum við okkur að brjóta það upp til vors með því að finna til magnaðar, skrýtnar og skemmtilegar veiðisögur úr eldri bindum Íslensku stangaveiðiárbókarinnar, sem hefur komið út frá 1988.

Eldri fréttir

Útlit síðu: