votnogveidi_Fors_2009-04
Nils_Thingvallavatn_Mai_2012_IMG_0019low2

28.5.2015 almennt : Beituveiðitíminn í Þjóðgarðinum færður aftur

Samkvæmt ströngum reglum um urriðaveiðar í Þjóðgarðinum á Þingvöllum var veiði með beitu og sleppiskylda á urriða aðeins til 1.júní n.k. Vegna árferðis hefur þessu nú verið breytt og er beitan og drápið bannað til 15.júní.


2015 Míró Kleifarvatn

27.5.2015 eru þau að fáann : Hörku fiskur úr Kleifarvatni

Kleifarvatn er mörgum nokkur ráðgáta, en þeir fiska sem róa og það gerði Miroslav Sapina, eða Míró, eins og hann er kallaður af samstarfsmönnum sínum. Hannlandaði þar feikna fallegum urriða í gær....

2015 regnbogi úr Fljótaá

26.5.2015 almennt : „Þetta eru mjög slæmar fréttir“

Nú um helgina síðustu gerðist það norður í Fljótum, að rígvænn regnbogasilungur veiddist á stöng í Fljótaá, og annar í Eyjafjarðará á föstudaginn, en eins og kunnugt er, þá er regnboginn ekki íslenskur „ríkisborgari“, heldur aðskotadýr sem alið er í sjókvíum. Þetta eru því ekki góð tíðindi.

Uppstoppað urriðatröll úr Minnivallalæk

25.5.2015 veiðsagan : Urriðinn og GoPro græjan

Þröstur Elliðason eigandi Strengja, sem er meðal annars leigutaki Minnivallalækjar segir frá vægast sagt furðulegri atburðarás við lækinn fyrir skemmstu undir yfirskriftinni : Ótrúleg saga úr Minnivallalæk 8 maí.

2015 Millington Drake

22.5.2015 eru þau að fáann : Silungsveiði í blóma þessa dagana

Veiðin er komin á fulla ferð...loksins. Kalt vor og kalt vatn hamlaði aðallega ástundun, því fram hefur komið að menn veiða þó að kalt sé. Það hafa borist fréttir víða að síðustu daga.

Stórifoss í Svalbarðsá

22.5.2015 almennt : Langtímasamningur um Svalbarðsá

Hreggnasi ehf endurnýjaði nýverið leigusamning sinn við landeigendur við Svalbarðsá í Þistilfirði og er um „langtímasamning“ að ræða eins og Hreggnasamenn orða það.

Veitt í Laxfossi í Laxá í Kjós

18.5.2015 almennt : Laxinn mættur í Kjósina!

Frést hefur af löxum í Laxá í Kjós að undanförnu og í dag fór Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í skoðunarleiðangur upp eftir. Hann sá laxa í ánni og hér kemur skýrsla hans....

2015 tungulækur 76 cm

16.5.2015 eru þau að fáann : Tungulækurinn brást ekki

VoV hefur haft aðgang að einum veiðidegi á vori í Tungulæk síðustu árin og höfum við notað hann í nokkurskonar vísindaskini, þ.e.a.s. við höfum fært daginn æ aftar á vorið í því skini að átta sig á því hversu lengi von sé á birtingi á þessum slóðum, en eins og kunnugt er, þá er þessi fiskur á förum til hafs á vorin.

2015 Rikki með 75cm birting

14.5.2015 eru þau að fáann : Flottur fiskur úr Hópinu

Menn eru víða að setja í stóra og fallega fiska og nú þegar virðist vera að vora loksins gæti slíkum sögum fjölgað til mikilla muna. Gríðarlega fallegur fiskur veiddist t.d. í Hópinu, við ós Gljúfurár, nýverið.

2015 tungulækur

13.5.2015 eru þau að fáann : Meira um fín aflabrögð í Vestur Skaft

Í framhaldi af frétt okkar í gær þess efnis að nóg væri enn af birtingi víða í Vestur Skaftafellssýslu þá höfum við nú heyrt nýjar glóðvolgar fréttir frá tveimur verstöðvum þar eystra og þær staðfesta fyrri frétt svo um munar.

2015 eldvatn 90 cm

12.5.2015 eru þau að fáann : Enn er mikið af birtingi í ánum

Enn er sjóbirtingur  í ám fyrir austan. Við því var fullkomlega að búast og líklega verður birtingur í ánum fram eftir öllum mai, svo er yrir að þakka köldu vori að þessu sinni.

Eldri fréttir

Útlit síðu: