votnogveidi_Fors_2009-04
0010

22.11.2015 almennt : Hvolsá og Staðarhólsá til veida.is

Útboð Hvolsár og Staðarhólsár í Dölum leiddi ekki af sér nýjan leigutaka þar á bæ. Nokkur tilboð bárust, en engu var tekið. Þess í stað var gengið til samninga við veida.is sem un sjá um sölu veiðileyfa á svæðið fyrir komandi vertíð, 2016.


Midfj_agu09_C

19.11.2015 eru þau að fáann : Metveiði í 11 ám sumarið 2015

Mikið hefur verið rætt um hið frábæra laxveiðisumar sem nú er afstaðið og þann mikla viðsnúning sem tvisvar hefur orðið á fjórum árum eftir afar mögur sumur. Nýliðið sumar skiluðu ellefu laxveiðiár hér á landi metveiði. Við skulum taka þetta saman í einn pakka.

2015 Svartá virkjun

18.11.2015 greinar og viðtöl : Virkjun Svartár í Bárðardal

VoV hefur borist samantekt hóps sem að vill vekja athygli á virkjunaráformum sem hafa verið undir radarnum. Er það virkjun Svartár í Bárðardal. Við birtum hér samantektina, en undir hana skrifa Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, tónlistarmaður, Sigbjörn Kjartansson arkitekt  og Baldur Sigurðsson háskólakennari.

Kerið í Fitjá

16.11.2015 almennt : Meira af statistík Víðidalsár og Fitjár

Við létum þess getið á dögunum að við myndum rýna meira í statistík Víðidalsár og Fitjár eftir að Ragnar á Bakka lét okkur í té skemmtilega niðurbrotna tölfræði svæðisins. Í fyrri texta fjölluðum við um stærðir, hlutföll og meðaltöl, hér soðum við annað athyglisvert.

02

16.11.2015 almennt : Leyfin seljast gríðarlega vel

Lítið lát er á sölu laxveiðileyfa til erlendra stangaveiðimanna og engu virðist skipta þó að skipst á hafi afar slök sumur og afburða góð. Menn eru greinilega til í að taka slaginn og treysta á fína veiði að ári.

2015 klakveiði

16.11.2015 eru þau að fáann : Kíkt í klakveiði

Allri stangaveiði er nú lokið, síðustu árnar hafa lokað, það gerðist 20.október í síðustu ánum. Víða er þó veitt nokkuð lengur til þess að ná fiski til undaneldis. Á það bæði við um laxveiði- og sjóbirtingsár. Sums staðar eru notuð ádráttarnet, annars staðar stöng. VoV kannaði málið

2011 Hofsá Marc Anotine að þreyta

9.11.2015 almennt : Hreggnasi með síðsumarið í Hofsá

Veiðileyfasalinn Hreggnasi hefur samið við hlutaðeigandi um sölu á síðsumarsveiðileyfum í Hofsá í Vopnafirði. Er það til þriggja ára og samningur með líku sniði og félagið hefur verið með við eigendur Nesveiða í Laxá í Aðaldal.

2015 urriðar í Öxará

4.11.2015 lífríkið : Enn mikið sjónarspil í boði

Enn er mikið sjónarspil í boði í Öxará á Þingvöllum. Það var heldur betur veðrið um liðna helgi til að skoða sig um á þeim slóðum og þó að fiski virðist hafa fækkað í ánni að undanförnu, þá er mikið að sjá og ferleg tröll að athafna sig við hrygningu.

2015 Teddi með 106 cm

3.11.2015 almennt : Rýnt í veiðiskýrslur Víðidalsár og Fitjár

Ævinlega fáum við pistil frá Ragnari Gunnlaugssyni við lok vertíðar, en eitt það skemmtilegasta sem hann gerir er að vinna alls konar statistík uppúr veiðibókum Víðidalsár og Fitjár. Það er gaman að rýna í það, bæði með viðkomandi ár í huga, auk þess sem að tölur geta gefið vísbendingar um eitt og annað í nágrannaám. Hér skoðum við eitt og annað frá Ragnari.

2015 Ástþór Örn

3.11.2015 eitt og annað : Af klassískum flugum og loðspúnakyni

Það er hægt að ganga svo langt að kalla Ástþór Jóhannsson, leigutaka og staðarhaldara við Straumfjarðará pistlahöfund hér á VoV. Hér kemur uppgjör hans eftir sumarið, ekki aðeins hvað varðar Straumfjarðará heldur ryður hann einnig úr sér margvíslegum hugleiðingum.

Kerið í Gljúfurá

25.10.2015 eru þau að fáann : Metveiði í Gljúfurá

Vangaveltur um að metveiði gæti orðið í Gljúfurá í Borgarfirði urðu að veruleika, loks þegar lokatölur úr ánni voru staðfestar kom á daginn að metið hafði verið slegið sem nam sex löxum.

Eldri fréttir

Útlit síðu: