votnogveidi_Fors_2009-02
2014 jón ingi með fallega hrygnu úr Bíldsfelli

29.8.2014 eru þau að fáann : Risalax í Soginu: „Ég svaf ekkert næstu nótt“

Það er mikil umræða í gangi um risalax sem Jón Ingi Kristjánsson veiddi í Soginu í vikunni. Heilir 119 cm takk fyrir og hrygna í þokkabót sem tryggir meiri þyngd pr/cm en ef um leginn hæng væri að ræða. VoV heyrði í veiðimanninum í dag...


2014 16 punda birtingur

28.8.2014 eru þau að fáann : Frábær byrjun í Tungufljóti

Tungufljót í Vestur Skaftafellssýslu var opnað fyrir skemmstu eftir sumarlanga friðun og óhætt er að segja að það hafi byrjað með vænum hvelli. Vel veiddist, blanda af laxi og sjóbirtingi.

2014 Eystri Rangá 94 cm

28.8.2014 eru þau að fáann : Farið að fjara undan í laxveiðinni

Vikutölur LV voru að birtast í gærkveldi á angling.is og ljóst er af þeim að þó að enn veiðist vel hér og þar, þá er farið að fjara undan veiðinni og þær ár sem bornar hafa verið uppi af stórlaxi eru farnar að gefa eftir, enda álagið á stólöxunum orðið ofboðslegt þar sem lítið hefur skilað sér af smálaxi.

2014 Selá 101 cm

27.8.2014 eru þau að fáann : Nýjasti risinn úr Selá

Eins og svo víða annars staðar þá bera stórlaxar uppi veiðina í Selá í Vopnafirði. Nýjasti yfirstærðarlaxinn á þeim bænum var að veiðast nú fyrir skemmstu, 101 cm hængur, hinn glæsilegasti fiskur!

Stórlax í Vatnsdalsá

25.8.2014 eru þau að fáann : 100 cm úr Vatnsdalsá - Uppfært!

Þrátt fyrir marga fallega stórlaxa í afla Vatnsdalsár í allt sumar þá var þessi fornfræga stórlaxaá lengi að skila fyrsta 20 pundaranum, þ.e.a.s. 100 cm eintakinu. Það gerðist þó 15.ágúst. Og þar með var ísinn brotinn og annar skilaði sér stuttu seinna.

2014 rislaax4

25.8.2014 eru þau að fáann : Laxinn vissi ekki að hann var á

Einn stærsti lax sem um getur, a.m.k. til margra ára var dreginn á silungsveiðum í ánni Lærdal í Noregi í síðustu viku. Þar var á ferðinni Bandaríkjamaðurinn Mark Brooks og var hann hálfa þriðju klukkustund að landa tröllinu.

2014 eystri rangá

25.8.2014 eru þau að fáann : Eystri rauf 2000 laxa múrinn

Eystri Rangá fór fyrst íslenskra laxveiðiáa í 2.000 laxa þegar nákvæmlega sú tala datt inn í veiðibókina eftir daginn. Alls veiddist 21 lax og þar með var áfanganum náð.

2014 sportveiðiblaðið

24.8.2014 almennt : Nýtt Sportveiðiblað komið út

Annað tölublað ársins af Sportveiðiblaðinu er komið úr prentun og kennir þar margra grasa að venju. Má nefna viðtöl við forvitnilega veiðimenn og veiðisvæðalýsingar.

2014 brennan

21.8.2014 eru þau að fáann : Mikill sjóbirtingur við Brennu

Tveir félagar sem veiddu á Brennunni í Hvítá, við ármót Þverár, lentu í sjóbirtingsveislu í vikunni. Nóg var af laxi líka, en takan var svo ör hjá birtingunum að laxar komust varla í flugurnar.

2014 Vatnsá

21.8.2014 eru þau að fáann : Vatnsá var lífleg í vikunni

VoV vísiteraði Vatnsá í Heiðardal ofan Mýrdals í vikunni, gerði stutt en afar skemmitlegt stopp. Lax víða í ánni og enn fremur vænir birtingar og fleira....

2014 Olof auður

21.8.2014 eru þau að fáann : Sumar góðar – sumar lakari

Ytri Rangá er málið þessa daganna og næst besti staðurinn ef menn eru að pæla í laxafjöld, er Eystri Rangá, sem sagt Rangárþing. Þess utan eru það „usual suspects“, Blanda og Miðfjarðará....að ógleymdri Laxá á Ásum sem er sem fyrr „best“.

Eldri fréttirOpen publication


Útlit síðu: