votnogveidi_Fors_2009-02
2014 lax á Vallavaði

30.7.2014 eru þau að fáann : Laxar á urriðasvæðunum

Lax er nú að sjást og veiðast á flestum eða öllum urriðasvæðum Laxár í Aðaldal neðan virkjunnar. SVAK greindi frá löxum á svæðum Hrauns nýverið og laxar hafa verið á lfoti í Presthvammi að undanförnu auk þess sem til þeirra hefur frést á „Torfunum“.


Heidavatn-Juni-2011-5

29.7.2014 eru þau að fáann : Stórir birtingar í Heiðarvatni

Laxveiði er að hefjast um þessar mundir í Vatnsá í Heiðardal og ekki fer sögum af veiði þar enn, utan að silungsveiðimenn í Heiðarvatni hafa heldur betur verið að detta í lukkupottinn og dregið stóra sjóbrtinga sem bendir til líflegra gangna að undanförnu.

2014 tom attwood með 100 cm úr Selá

29.7.2014 eru þau að fáann : Stórlaxar að veiðast um land allt

Þrátt fyrir barlóm um smálaxaskort víða þá eru vefsíður og FB full af brosandi veiðimönnum sem eiga frábærar minningar frá sumrinu. Ekki hvað síst hafa menn verið að setja í væna laxa og margir um og yfir 100 cm hafa veiðst.

2014 rígvænn Hofsárhöfðingi

29.7.2014 eru þau að fáann : Tíðindi að Norðaustan og Norðan

Það er víða ágætis veiði í laxveiðiánum, sérstaklega á Norðan- og Norðaustanverðu landinu. Víða annars staðar allt í lagi, en auðvitað rólegt víða eins og alkunna er. En hér eru skemmtilegar aflatölur...

2014 100 cm+ur Bátsvaði

28.7.2014 eru þau að fáann : Suðurlandið: Ýmist gott eða rólegt

Fínasti stígandi hefur verið í laxagöngum og veiði í Rangárþingi og sérlega hefur Eystri Rangá verið lífleg þó að Ytri hafi einnig verið í góðum gír upp á síðkastið. Smálax er nú að ganga af nokkrum krafti.

2014 60 cm smálax....

27.7.2014 eru þau að fáann : Litla Þverá lifnaði við!

VoV leit við í Litlu Þverá, enda er hún til umfjöllunar í árbókinni okkar um komandi jól. Á þessi er hliðará Þverár/Kjarrár í Borgarfirði og hefur þangað til í fyrra verið notuð sem frísvæði.

2014 storlax

27.7.2014 eru þau að fáann : Lax og birtingur mættir í Tungulækinn

Lítið hefur verið veitt í Tungulæk það sem af er, síðan í vor, en eigandinn Þórarinn Kristinsson tók smá „tékk“ á föstudaginn og það var sannarlega fiskru genginn í ána, tveir laxar komu á land og fjórir vænir sjóbirtingar.

2014 hoffelsa

26.7.2014 eru þau að fáann : Af birtingum í Hoffellsá

Það er ævinlega gaman að heyra frá lesendum og reynslu þeirra af veiðisvæðum sem við höfum litlar eða engar spurnir af. Nú fengum við litla veiðisögu frá Hoffellsá við Höfn í Hornafirði og það er ekki annað en; að frá vori 2005 þegar VoV byrjaði, höfum við aldrei verið með pistil frá þeirri á!

2014 presthvammur1

25.7.2014 eru þau að fáann : Eitt og annað úr Presthvammi

VoV er komið með nýjan pistlamann og lýsum við eftir fleirum. Kristján Kristjánsson á Akureyri, leigutaki Presthvamms, bætist nú í eðalhóp okkar sem hefur m.a. á að skipa Hjálmar Árnason og Ástþór Jóhannsson. Fleiri eru velkomnir.

2014 Nils með 112 cm úr Lönguflúð.

25.7.2014 eru þau að fáann : Sá stærsti í sumar!

Lang stærsti lax sumarsins til þessa var dreginn af Nesveiðum Laxár í Aðaldal í gær. Um var að ræða 112 cm hæng tröll sem tók í veiðistaðnum Lönguflúð.

2014 Klaus með 101 cm

23.7.2014 eru þau að fáann : Frábær dagur á Nesveiðum í gær

Besti dagur sumarsins á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal var í gær og hefur verið talsvert um „bestu daganna“ víða um land akkúrat síðustu daga. Alls veiddust 15 laxar í gær og var meðalvigtin frábær.

Eldri fréttirOpen publication


Útlit síðu: