votnogveidi_Fors_2009-04
Rise 2015

26.3.2015 almennt : Háskólabíó undirlagt af veiðimönnum

Nú er allt orðið klárt fyrir Veiðisýninguna í anddyri Háskólabíós í kvöld, fimmtudag 26. mars. Fjölmörg fyrirtæki sýna vörur sínar og þjónustu á stærstu veiðisýningu landsins. Vandaðar veiðikvikmyndir verða sýndar og málþing um verndun og veiði ýtir öllu úr vör. Hér birtum við nýjustu fréttatilkynninguna frá sýningarstjórum.


25.3.2015 almennt : Angling IQ kynnir nýtt veiðimanna-App

„Við erum að setja iOS appið í loftið til Alpha prófana núna 1. Apríl,“ sagði Ólafur Ragnar Garðarson hugmyndasmiður Angling IQ í samtali við VoV í gær, en á veiðisýningunni á undan Rise fluguveiðikvikmyndahátíðinni annað kvöld(fimmtudag) munu hann og Kristján Benediktsson, Stjáni Ben, kynna nýtt veiðimanna-app.

annabjorg4

22.3.2015 Viðtöl : Veiðikonur á Valdastöðum

Nú fyrir skemmstu lést langt um aldur fram Anna Björg Sveinsdóttir, yngri húsfreyjan á Valdastöðum í Kjós. Hún var ein af öflugri veiðikonum landsins. Um mitt ár 2011 tókum við félagarnir á VoV og Veiðislóð hús á henni og tengamömmu hennar, Þórdísi Ólafsdóttur.

Össur og Jóhannes

16.3.2015 almennt : Veiði og verndun með Össuri

Eins og fram hefur komið þá er Rise fluguveiði-kvikmyndahátíðin 26.mars n.k. Ekki er þó aðeins um kvikmyndir að ræða, heldur líka veiðimessa með kynningar frá verslunum og veiðileyfasölum, auk þess sem haldin verður stutt en hnitmiðuð málstofa um stangaveiði og náttúruvernd.

2014 málstofa um fiskeldi

13.3.2015 almennt : Stefnubreyting í norsku laxeldi

Á sama tíma og áform eru uppi um að stórauka sjókvíaeldi á norskum laxi í íslenskum fjörðum þá virðast Norðmenn loks hafa náð einhverjum áttum í meðferð slíks eldis og vonandi ekki seinna vænna því ástandið þar er slakt.

Byssur á byssusafni

12.3.2015 almennt : Byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst  verður haldin laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. mars 2015 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins,  Eyrarbraut 49  Stokkseyri.

14 Ok, eina mynd í viðbót!

11.3.2015 almennt : Víða vel selt en nóg líka af götum

Leigutakar laxveiðiáa eru flestir búnir að setja á netið lausa daga fyrir komandi vertíð. Ekki er hægt að segja að framboðið sé eitthvað meira en áður þrátt fyrir lélega laxveiði í fyrra og sum svæði virðast uppseld.

Midfjardara-agust-2010-B-CROPP

5.3.2015 almennt : Deildará á Sléttu í útboð

Deildará á Melrakkasléttu er nú komin í útboð. Þetta er athyglisverð spræna sem oft hefur verið nefnd í sömu andrá og Ormarsá, enda voru þær á sínum tíma leigðar sama aðila, Svisslendingnum Ralph Doppler. En nú er öldin önnur.

2015

5.3.2015 almennt : Minnt á Hvítá við Gíslastaði

Athygli hefur verið vakin á Facebook síðu sem fjallar um Gíslastaðasvæðið í Hvítá í Árnessýslu. Fáum sögum hefur farið af því síðan Friðrík Þór Friðriksson og félagar hans fengu fágæta stórlaxaveiði þar fyrir margt löngu, en svæðið er í opinni sölu og skoða má síðuna: Veiðileyfi í Hvítá við Gíslastaði.

2011 landselur

4.3.2015 lífríkið : Landsel fækkar hratt

Það gleður væntanlega einhverja umsjónarmenn laxveiðiáa, að talningar á landsel sýna að stofninn hefur minnkað mikið síðustu árin. Erfitt er að átta sig á því hvað veldur, ekki er það veiðiskapur því sáralítið er veitt af landsel við strendur landsins.

fundur nasf

1.3.2015 almennt : Fiskeldi á Eyjafirði í brennidepli

Í gær var haldinn fundur á Hótel KEA á Akureyri um umsóknir um opið sjókvíaeldi á Eyjafirði. Til fundarins var boðað af NASF, Verndarsjóði villtra laxastofna, veiðiréttareigendum, stangveiðifélögum og bátasjómönnum sem hafa viðurværi sitt af veiðum í firðinum.

Eldri fréttir

Útlit síðu: