votnogveidi_Fors_2009-05
2016 Íslandsspúnn

29.6.2016 eru þau að fáann : Byrjar vel á Arnarvatnsheiði

Veiði hófst fyrir nokkru á Arnarvatnsheiði og þykir hafa farið vel af stað.  Óvíða hefur þó bleikjan dalað jafn mikið og í vötnum á þessari heiði og er það þróun sem verið hefur í þó nokkur ár. Urriðinn drottnar nú þarna yfir næstum öllu. Bleikjan er þó ekki alveg horfin.


2016 2 10 punda Stóra Skálavatni

28.6.2016 eru þau að fáann : Fer frábærlega af stað í Veiðivötnum

Veiði fór feykilega vel af stað í Veiðivötnum, en aðstandendur Veiðivatnavefsins gerðu upp fyrstu vikuna s.l. sunnudag. Alls veiddust 3292 fiskar, sem er með allra besta móti, þrátt fyrir að veður væri ekki alltaf vinsamlegt. Þetta skiptist í 1911 bleikju og 1381 urriða.

100 cm 2016

26.6.2016 eru þau að fáann : Þeir stóru koma nú hver af öðrum!

Það koma nú stórlaxar á ladn út um allt þessa daganna, þá eigum við við 100 sentimetra laxana. Tveir komu í dag, sunnudag, annar úr Víðidalsá, hinn í opnun Fljótaár í Fljótum. Báðir sléttir 100 cm og sem sagt tuttugu pund skv þekktum kvarða.

2016 ragna sif

24.6.2016 eru þau að fáann : Vatnamótin að gefa vel

Veiði hefur verið með miklum ágætum í vatnamótaveiðisvæðum Borgarfjarðar frá því opnað var snemma í mánuðinum. Það gæti þó verið meira, en skilyrði hafa verið laxinum svo hagstæð til göngu að fiskur dokar ekki eins lengi við á þessum stöðum en ella.

2016 karen og hængur....

24.6.2016 eru þau að fáann : Fór vel af stað í Selá og Hofsá

Selá og Hofsá opnuðu í morgun og var veiði góð. Að sögn Gísla Ásgeirssonar gæti stefnt í metopnanir í báðum ám ef fram heldur sem horfir.

2016 víðidalsá

24.6.2016 eru þau að fáann : Flott opnun í Víðidalsá!

Víðidalsá opnaði í morgun, en all langt er síðan að vart varð við laxgengd í hana. Enda reyndist vera lax um alla á, m.a. í efstu stöðum í gljúfrinu á svæði 3. Alls komu 17 laxar á land, all fallegur stórlax.

bjossi með 102 cm

24.6.2016 eru þau að fáann : Mögnuð opnun og enn magnaðri meðalstærð

Hún var ótrúlega mögnuð opnunin í Vatnsdalsá, en henni lauk á hádegi í gær, fimmtudag. Það var ekki nóg með að 66 löxum var landað heldur var meðalþunginn nánast yfirgengilegur, 21 lax var 90 til 102 cm og fjórir þeirra voru 97 til 102 cm.

ytri opnun

24.6.2016 eru þau að fáann : Einhver ólíkindi í gangi í Rangárþingi

Það eru einhver ólíkindi í gangi í Rangárþingi. Menn hafa verið að moka upp stórlaxi í kisturnar í Eystri Rangá og í gærmorgun(fimmtudag) var Ytri Rangá opnuð....og hvílík opnun, 122 laxar voru dregnir á land, þar af 87 fyrir hádegi. Ein stöng var þá með 32 laxa. Ekki prentvilla, 32 laxa.

maríulaxar

24.6.2016 eru þau að fáann : Maríulaxar úr Langá

Við höfðum áður greint frá frábærum opnunarmorgni í Langá á Mýrum, en það liggur fyrir að fyrsti dagurinn var frábær í alla staði, alls veiddust 32 laxar og vel hefur bæst við síðan. Það hafa skemmtilegir hlutir gerst á Langárbökkum, m.a. fengu tvö barnung systkini Maríulaxa sína hvorn á eftir öðrum.

2016 Hafralónsá

23.6.2016 eru þau að fáann : Hafralónsá fór vel af stað

Hafralónsá var opnuð í morgun og óhætt að segja að vel hafi farið af stað, því að öllu jöfnu fara Þistilfjarðarárnar seinna í gang en víðast hvar. En það var líf í Hafró.

ytri rangá opnun

23.6.2016 eru þau að fáann : Nánast geggjun í Ytri Rangá

Ytri Rangá opnaði í morgun. Við verðum væntanlega með eitthvað heilt yfir með hana seinna, en fyrstu fréttabrot lýsa nánast hreinni geggjun. Eftir þrjár klukkustundir var ein stöng komin með 24 laxa!

Eldri fréttir

Útlit síðu: