votnogveidi_Fors_2009-02
2015 risaurriði

20.4.2015 eru þau að fáann : Kalt og erfitt á Þingvöllum

Veiði hófst í Þingvallavatni í morgun. Aðstæður voru erfiðar, víða ís og krapi í vatninu og veður einstaklega leiðinlegt, hvasst, kalt og talsverð alda. Eitthvað kroppuðu menn þó.

 


Midfj_agu09_G

19.4.2015 almennt : Engin ákvörðun með Deildará

Veiðifélag Deildarár yfirfór tilboðin fjögur í ána í lok vikunnar, en hefur ekki ákveðið hver skuli hljóta hnossið. Tilboðsgjafar hafa fengið að vita að ákvörðun verði tekin í komandi viku.

Midfj_agu09_M

17.4.2015 lífríkið : „Súr snjór“ gæti skaðað lífríki laxveiðiáa

Í dv.is er í dag að finna frétt þar sem fram kemur að ástæða sé til að hafa áhyggjur af laxveiðiám á komandi árum vegna áhrifa af mengun vegna eldgossins í Holuhrauni. Mikið sé af „súrum snjó“ sem gæti leikið lífríkið illa ef allt fer á versta veg.

Midfjardara-agust-2010-B-CROPP

16.4.2015 almennt : Veiðifélag Þjórsár ályktar um virkjunarmálin

Fyrir skemmstu hélt Veiðifélag Þjórsár aðalfund sinn og var þá samþykkt ályktun sem að VoV ætlar að renna hér því eins og veiðimenn vita eru miklar virkjunarframkvæmdir yfirvofandi í ánni og enginn veit hvernig laxfiskum mun þá reiða af.

2011 105 cm syndir frjáls út á ný

13.4.2015 almennt : Hæsta boð í Deildará 9,7 milljónir

Deildará á Sléttu var í útboði á dögunum. Nú er búið að opna umslögin og voru þau fjögur talsins. Hæsta boð reyndist 9,7 milljónir, það lægsta 3,6 milljónir.

2015 oliver páll

11.4.2015 eru þau að fáann : Þessir mögnuðu birtingar Húseyjarkvíslar

Byrjunin á vertíðinni í Húseyjarkvísl hefur verið erfið vegna aðstæðna, en það hafa samt komið gluggar og menn þá sett í þessa stóru mögnuðu sjóbirtinga sem áin er þekkt fyrir. Hér deilir Oliver Páll Finnsson með okkur myndum af nokkrum geggjuðum sem hann og félagar hans veiddu fyrir skemmstu.

Bakr-02

8.4.2015 almennt : Fluguhnýtingakeppni Vesturrastar

Veiðibúðin Vesturröst efnir til fluguhnýtingarkeppni og er skilafrestur til 30.apríl næst komandi. Keppt verður í tveimur flokkum, almennum flokki og síðan í flokki 15 ára og yngri. Hvor flokkur keppir í öðrum tveimur flokkum er lúta að flugugerðinni sjálfri.

2015 elvar orn

7.4.2015 eru þau að fáann : Einn stór úr Tungufljótinu

Elvar Örn Friðriksson landaði í gær stórglæsilegum sjóbirtingi á Syðri Hólma í Tungufljóti. 80 cm og fantavel haldinn. Einn sá stærsti á þessu vori. Veiði hefur annars gengið a heildina litið vel í Tungufljóti.

2015 troll úr Varmá.

6.4.2015 eru þau að fáann : Ekki bara risableikjur í Varmá

Sem betur fer þá eru menn að veiða annað heldur en stökkbreyttar eldisbleikjur í Varmánni þessa daganna, enn örlar á risaurriðunum sem löngum hafa byggt ána, sérstaklega í gósenlandinu Stöðvarhyl/breiðu, það fékk Sævar Þór Ásgeirsson að reyna á dögunum.

2015 minnivallal´ækur

6.4.2015 eru þau að fáann : Minnivallalækur kominn í gang

Eftir erfiða byrjun í Minnivallalæk þar sem vetrarhörkur stóðu veiði fyrir þrifum, hefur hlýnað vel og fiskur er farinn að taka.

2015 eldvatn 86 cm

6.4.2015 eru þau að fáann : Kakó fyrir austan núna

Við heyrðum í forystusveit SVFK við Geirlandsá í gær og sögðu þeir stórrigningu á svæðinu, áin að „detta í kakó“ og ekki góðar horfur fyrir daginn í dag. Veiðin er þó búin að vera fín hjá þeim.

Eldri fréttir

Útlit síðu: