votnogveidi_Fors_2009-03

22.12.2014 almennt : Jólakveðjur frá okkur!

Eigendur og aðstandendur www.votnogveidi.is og www.veidislod.is óska lesendum sínum frábærra hátíða. Megið þið eiga fína daga og njóta jólana til fullnustu. Dag er tekið að lengja og það styttist í næstu vertíð. Gleðileg jól frá okkur....


15 Jæja þá, eina enn....kvenþjóðin er falleg, ekki bara í mannheimum.

21.12.2014 almennt : Að stytta sér stundir yfir Veiðislóð

Nú er daginn tekið að lengja og styttist í næstu vertíð. Það er fremur lítið í fréttum í bili, en einmitt þess vegna höldum við félagarnir úti tímaritinu Veiðislóð. www.veidislod.is  Í „gúrkunni“ viljum við minna ykkur lesendur góðir á blaðið okkar sem kom út fyrr í mánuðinum.

Midfj_agu09_J

19.12.2014 almennt : Álftá: Samið við Doppler

Heimildir VoV herma að verið sé að semja við Ralph Doppler um leigu á Álftá á Mýrum. Áin fer af markaði skv umræddum heimildum því leigutakar ætla að veiða sjálfir og bjóða vinum og ættingjum.

Hilmar Bragi

16.12.2014 almennt : Hilmar Bragi í Loop-teymið

Doktor Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ hefur verið ráðinn sem ráðgjafi hjá sænska veiðivörurisanum Loop. Frá þessu greindi fyrirtækið nú í vikubyrjun, en Hilmar Bragi er fyrrum forstöðumaður þróunar og rannsókna hjá Össuri.

Fallegur veiðistaður í Hölkná

9.12.2014 almennt : Hölkná skiptir um hendur

Frekar fór það hljótt, en Hölkná í Þistilfirði hefur skipt um hendur eftir því sem VoV kemst næst og hefur sterkar heimildir fyrir. Hölkná er kannski minnst þekkta Þistilfjarðaráin, en er keimlík hinum þremur og er drjúggóð laxveiðiá.

eldislax sem veiddist í Breiðdalsá 2005

8.12.2014 almennt : Laxeldismönnum lesinn pistillinn

Óðinn Sigþórsson formaður Landsambands veiðifélaga skrifaði  grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og var hún harðorð í garð sjókvíaeldis á laxi á Vestfjörðum, en þar lítur út fyrir að mun fleiri laxar hafi sloppið úr kvíum en af var látið.

2013 Þorgils Helgason í Hauku

5.12.2014 almennt : Haukadalsá fer til SVFR

VoV hefur það eftir bestu fáanlegu heimildum að SVFR sé að taka Haukadalsá í Dölum á leigu. Áin hefur síðustu tvö ár verið leigð félagsskap sem hafði á að skipa bandarískum auðmanni og þeim Sigþóri Steini Ólafssyni og Þorgils Helgasyni, en nú hefur kvarnast uppúr því samstarfi.

Dagur 2010

2.12.2014 almennt : Átta buðu í Álftá

Alls voru opnuð átta tilboð í Álftá á Mýrum um síðustu helgi. Lang hæsta tilboðið er um 50 prósent hærra heldur en fyrri leigutaki var að greiða fyrir ána á nýliðnu sumri.

2014 strandveiðibókarkápa

2.12.2014 almennt : Strandstangaveiði á Íslandi er komin út

S.l. sumar kom út handbókin Strandstangaveiði á Íslandi. Ritstjóri hennar er Guðmundur Guðjónsson, en ráðgjafar og upplýsingargajafar nokkrir. Þeirra helstur þó Reynir Friðriksson sem er alger sérfræðingur í strandstangaveiði.

2014 skotveiðibók kápa

1.12.2014 almennt : Skotveiði í máli og myndum 2 komin út

Út er komin bókin Skotveiði í máli og myndum 2. VoV er að sönnu stangaveiðivefur, en skotveiði er einnig veiðiskapur og svo kemur VoV að útgáfu bókarinnar.  Bók þessi er sjálfstætt framhald líkrar bókar sem kom út fyrir 5 árum.

2014 bókin

28.11.2014 almennt : Bókin um Vatnsdalsá komin út

Út er komin bókin um Vatnsdalsá sem verið hefur í smíðum síðustu fjögur árin. Höfundar eru Þorsteinn J Vilhjálmsson, Einar Falur Ingólfsson og Sigurður Árni Sigurðsson. Útgefandi er leigutakinn Pétur Pétursson í samstarfi við Veiðifélag Vatnsdalsár. Bókin var kynnt í dag í hófi í Veiðihorninu í Síðumúla.

Eldri fréttirOpen publication


Útlit síðu: