votnogveidi_Fors_2009-05
2014 eldvatn hundavað

21.4.2014 eru þau að fáann : Menn að veiða vel í kuldanum

Ástundun á sjóbirtingsslóðum hefur ekki verið með betra móti allra síðustu daga, enda veðrið með eindæmum leiðinlegt, verið kalt í lofti og gengið á með éljagangi. En menn hafa samt verið að fá‘ann.


2014 risafiskur úr Staðará

16.4.2014 lífríkið : Sjóbirtingur var það!

Hinn hrikalegi stórfiskur Arnórs Laxfjörðs Guðmundssonar, sem hann veiddi í Staðará á Snæfellsnesi á dögunum reyndist við aflestur á hreistri vera sjóbirtingur og lífsreyndur hrygningarfiskur með afbrigðum.

2014 Kvíslin

16.4.2014 eru þau að fáann : Yfirleitt fínustu fréttir

Enn veiðist birtingur og veiði hefur glæðst í vötnum og ám þar sem staðbundinn silungur veiðist. Eflaust eru margir að fara að bleyta færi yfir páskana, en þó er veðurspáin fremur óhagstæð með umhleypingum.

2014

14.4.2014 eru þau að fáann : Hörkugangur í Kjósinni!

Eftir brokkgenga byrjun á sjóbirtingsveiðum í Laxá í Kjós fór allt í gang um helgina og um 50 fiskum var landað, þræl vænum fiskum í bland. Um helmingur var hoplax og helmingur sjóbirtingar. Fiskur var dreifðari en oft áður.

2014 birtingur úr Eldvatni

14.4.2014 eru þau að fáann : Ekki fararsnið á birtingum að sinni!

Það var að veiðast víða um og yfir helgina og þó að vori betur nú en t.d. í fyrra, virðist ekki vera fararsnið á sjóbirtingi enn sem komið er. Svæði sem við höfðum spurnir af voru t.d. Eldvatn, Tungulækur, Geirlandsá og Varmá.

2014 sjobbi

12.4.2014 eru þau að fáann : Fínasta veiði þegar skilyrði leyfa!

Þegar skilyrðin eru hagstæð eru menn alveg hreint að detta í fína veiði á sjóbirtignsslóðum, til marks um það er hollið sem var í Tungufljóti 9.-11.apríl. Veiði byrjaði vel í fljótinu, en svo var kakó í nokkra daga,eins og gengur, en síðan hefur verið fínasti gangur...

2014 Kristján Ævar með 97 cm birting

10.4.2014 eru þau að fáann : 97 cm dreki úr Húseyjarkvísl

Veiði hefur verið með miklum ágætum í Húseyjarkvísl eftir að áin opnaði 1.apríl síðast liðinn. Nú var að veiðast þar 97 cm sjóbirtingur sem er mögulega stærsti á þessu vori.

2014 Fossá

10.4.2014 almennt : Bíða lögfræðiálits vegna Fossár

Fossá í Þjórsárdal var auglýst opin fyrir tilboðum í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Um og uppúr áramótum kom það sama upp á, en viðræður leigutaka og landeigenda leystu þá málið. Útboðið nú kom leigutakanum í opna skjöldu.

Vorveiði í Grímsá

9.4.2014 eru þau að fáann : Ágætlega veiðist í Grímsá

Sjóbirtingsveiði í Grímsá hefur gengið vel, að sögn Haraldar Eiríkssonar hjá Hreggnasa, en veiðiskapur hófst þann 1.apríl síðast liðinn. Víða á svæðinu hafa menn orðið varir við töluvert af fiski.

2014 risafiskur úr Staðará

7.4.2014 eru þau að fáann : Magnaður fiskur dreginn úr Staðará

Aldeilis magnaður fiskur var dreginn á land úr Staðará á Snæfellsnesi um helgina. Arnór Laxfjörð Guðmundsson setti þá í og landaði tæplega 21 punda sjóbirtingi, 96 cm löngum með 54 cm þvermál. Margt athyglisvert við þann fisk, óhætt að segja það.

2014 hoplax í Eystri Rangá

7.4.2014 eru þau að fáann : Ótrúlega flottir hoplaxar í Eystri Rangá

Líkt og í Ytri Rangá hafa menn aðeins verið að þreifa á Eystri Rangá, að athuga með sjóbirting og ekki hefur farið hjá því að menn hafa þá sett í hoplaxa. Athygli vekur, eins og sjá má á myndinni, hversu vel haldinn hoplaxinn í Eystri er.

Eldri fréttir

Útlit síðu: