votnogveidi_Fors_2009-04
Margrét Hrefna 87 cm

29.9.2014 eru þau að fáann : „Brosandi allan hringinn“ í Vatnsdalnum

Lokatölur tínast nú inn í laxveiðinni og þó að víða hafi veiðin verið slök, þá kvarta ekki allir, langt því frá. T.d. eru menn „brosandi allan hringinn“ í Vatnsdalnum og hér er skýringin:


2014 ytri ranga í góðum gír

28.9.2014 almennt : Námskeið í leiðsögumennsku

Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði verður haldið á bökkum Ytri Rangár seinna í haust. Það eru leigutakar árinnar sem standa fyrir átakinu sem þeir segja ganga útá að gera menn hæfari í leiðsögn.

108 cm úr Haukunni

26.9.2014 eru þau að fáann : Haukadalsá: Lengi var von á einum....svakalegum!

Einn stærsti lax sumarsins veiddist á lokadeginum í Haukadalsá í Dölum nú í lok vikunnar. Hvorki meira né minna en 108 cm hængur. Stórir laxar hafa lyft lundu manna í Haukadalsá eins og víðar í smálaxaskortinum í sumar.

eldislax sem veiddist í Breiðdalsá 2005

25.9.2014 lífríkið : Meira um eldislaxana á Patreksfirði

Veiðimálastofnun hefur birt heildarniðurstöður úr rannsóknum á nokkrum tugum af löxum sem veiddust í sjó og árósum í Patreksfirði s.l. sumar. Um eldislaxa af norsku kyni var að ræða.

2014 Halli í Kjósinni

25.9.2014 eru þau að fáann : Lokatölunum fer fjölgandi

Nýjar vikutölur eru nú komnar á angling.is en það er svo lítið eftir af þessu að við ætlum að skipta aðeins um gír frá umfjöllun okkar um tölurnar síðustu vikurnar, fara frekar í lokatölur og e.t.v. eitthvað fleira sem við finnum fréttnæmt.

2014 feðgar með stórlax

24.9.2014 eru þau að fáann : Djúpið með þriðjung á við í fyrra

Laxveiðin í Djúpinu var í slakari kantinum og aðeins um það bil þriðjungur af því sem var í fyrra. Meira var þó af stórum laxi og gladdi það veiðimenn í fjarveru smærri fiska. Hér er yfirlit Arons Jóhannssonar um Djúpið í sumar

2014 einn af stóru haustlöxunum...

24.9.2014 eru þau að fáann : Mok í Stóru!

All svakaleg veiði hefur verið á neðri svæðum Stóru Laxár í Hreppum síðustu vikur og má eiginlega segja að hápunkti hafi verið náð í síðasta holli, sem skipað var annáluðum Stóru Laxár kempum....þ.e.a.s. Sogsmönnum. Veiði þeirra síðustu 3 daga var ótrúleg.

103 cm í Árbót

23.9.2014 eru þau að fáann : Risalax á Árbótarsvæðinu

Margir stórlaxarnir hafa verið dregnir á þurrt  þetta sumarið og flestum eða öllum verið sleppt aftur, enda er víðast lögbundið að gefa þeim líf. Einn þeirra sem upplifði veiðiævintýri lífs síns í sumar var Kristján Páll Rafnsson.

löndunarbið í Syðri Hólma

22.9.2014 eru þau að fáann : Góður gangur í Vestur Skaft.

Afar góðar veiðifréttir hafa borist af sjóbirtingsslóðum í Vestur Skaftafellssýslu stærstan hluta septembermánaðar og er tilfinningin sú að þær hafi ekki lengi verið jafn jafnar og góðar. Stöðugt að berast fregnir af veiðisælum hollum.

Midfj_agu09_M

21.9.2014 eru þau að fáann : Meira um Ásana og ný lokatala

Eins og við greindum frá um helgina, varð Laxá á Ásum sjötta áin til að ná fjögurra stafa tölu á þessu blendna laxasumri. Hér er meira um þann afla og önnur ný lokatala.

2011 opnun Miðfjarðarár

20.9.2014 eru þau að fáann : Ásar í fjögurra stafa tölu

Laxá á Ásum er komin yfir þúsund laxa...við færum nánari fréttir síðar, en hún er sjötta áin í sumar til að ná þessum áfanga.

Eldri fréttirOpen publication


Útlit síðu: