votnogveidi_Fors_2009-04
2015 107 cm á Spegilflúð

2.7.2015 eru þau að fáann : Sá stærsti í sumar til þessa!

Stærsti laxinn sem VoV hefur haft spurnir af í sumar veiddist í Laxá í Aðaldal í dag. Um var að ræða 107 cm hæng sem veiddist á Spegilflúð á svæði nu Laxamýri efra, en það tilheyrir Laxárfélaginu.


Ellidaa_MJ_05

2.7.2015 lífríkið : Vöxtur smálaxa í hafi í meðallagi

Vöxtur smálaxa í hafi er í meðallagi góður, sem telst vera góð vísbending um bærilegar göngur, en árin 2012 og 2014 var sjávarvöxtur eins árs laxa slakur og göngur og veiði eftir því. Þetta kemur fram í frétt frá Veiðimálastofnun.

15 Jæja þá, eina enn....kvenþjóðin er falleg, ekki bara í mannheimum.

2.7.2015 eru þau að fáann : Heildartalan ögn hærri en í fyrra

Í framhaldi af frétt okkar hér ögn neðar á síðunni um samanburðartölur viðmiðunaráa, er rétt að bæta við inntaki úr pistli Þorsteins á Skálpastöðum, sem bendir á, að þrátt fyrir allt, sé heildarveiðin ívið betri en á sama tíma í fyrra. Ekki muni þó miklu.

Falleg mynd úr Breiðdalnum

2.7.2015 eru þau að fáann : Erfið byrjun fyrir austan

Strengir hafa þá sérstöðu meðal stóru veiðileyfasalana, að árnar þeirra opna ekki fyrr en 1.júlí og eru flestar ár landsins eru því oftast búnar að skyrpa út leysingunni. En það er önnur saga nú og ár Strengja voru bólgnar og erfiðar í gær.

rafnvalur 2010

2.7.2015 eru þau að fáann : Stöku á betri en í fyrra, en flestar eins eða lakari

Nýjustu vikutökur eru komnar hjá angling.is, aðrar þó en Norðurá síðast þegar við litum inn. Menn velta fyrir sér þessari byrjun miðað t.d. við hið arfaslaka sumar í fyrra og satt að segja er þetta ekki mikið skárra. Þó standa nokkrar ár uppúr.

IMG_1870

1.7.2015 eru þau að fáann : Risalax, 116 cm, gekk í Gljúfurá...

Það hefur aðeins bólað á stórlöxum það sem af er þessu sumri, en það renndi sér einn risavaxinn í gegn um teljara í algerri smálaxaá nú í byrjun vikunnar, 116 sentimetra hvalur sem að gæti lengdar sinnar verið hátt í 30 pundin.

2015 opnun Selár

30.6.2015 eru þau að fáann : Af opnunum Selár og Hofsár

„Vopnafjarðarárnar Selá og Hofsá eru að opna þessa daga með tveimur til þremur dagstöngum fyrst í stað. Talsvert vatn er í báðum ánum en liturinn góður og ekki hefur orðið vart við að vatnið hafi mengast af völdum gossins í Holuhrauni,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðiklúbbnum Streng.  

2015 dáinn óðinshani

29.6.2015 almennt : Dapurleg mynd frá Þingvallavatni

Veiðimaður nokkur að nafni Aron Jarl póstaði í kvöld dapurlegri mynd í veiðiklúbbi sem hann er þátttandi í á Facebook. Myndir endurspeglar að sóðaskapur einstakra veiðimanna er ekki aðeins umhverfislýti, heldur getur reynst fuglum stórhættulegur.

2015 selá opnun

27.6.2015 eru þau að fáann : Níu laxar við erfiðar aðstæður

Búið er að opna Selá og fór opnunin betur en menn þorðu að vona. Viku fyrir opnun sagði Gísli Ásgeirsson í samtali við VoV að útlitið væri dökkt, en svo skánaði ástandið og opnunin stóð undir níu lönduðum löxum.

2015 Ytri opnun

27.6.2015 eru þau að fáann : Nýtt opnunardagsmet í Ytri Rangá

Ytri Rangá var opnuð í gærmorgun og var strax mokveiði, sérstaklega niðri í Djúpósi. 35 laxar veiddust, næstum allir stórir, en smærri laxar sáust líka og einnig veiddust nokkrir rígvænir urriðar.

2015 Þorsteinn sverrisson 103 cm

26.6.2015 eru þau að fáann : Fjórði tuttugu pundarinn!

Enn einn stórlaxinn kom á land í dag, 103 cm ferlíki úr Harðeyrarstreng í Víðidalsá. Þetta er sá fjórði sem togast yfir 20 pundin það sem af er sumri, hinir komu úr Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, Árbót.

Eldri fréttir

Útlit síðu: