votnogveidi_Fors_2009-05
2014

14.4.2014 eru þau að fáann : Hörkugangur í Kjósinni!

Eftir brokkgenga byrjun á sjóbirtingsveiðum í Laxá í Kjós fór allt í gang um helgina og um 50 fiskum var landað, þræl vænum fiskum í bland. Um helmingur var hoplax og helmingur sjóbirtingar. Fiskur var dreifðari en oft áður.


2014 birtingur úr Eldvatni

14.4.2014 eru þau að fáann : Ekki fararsnið á birtingum að sinni!

Það var að veiðast víða um og yfir helgina og þó að vori betur nú en t.d. í fyrra, virðist ekki vera fararsnið á sjóbirtingi enn sem komið er. Svæði sem við höfðum spurnir af voru t.d. Eldvatn, Tungulækur, Geirlandsá og Varmá.

2014 sjobbi

12.4.2014 eru þau að fáann : Fínasta veiði þegar skilyrði leyfa!

Þegar skilyrðin eru hagstæð eru menn alveg hreint að detta í fína veiði á sjóbirtignsslóðum, til marks um það er hollið sem var í Tungufljóti 9.-11.apríl. Veiði byrjaði vel í fljótinu, en svo var kakó í nokkra daga,eins og gengur, en síðan hefur verið fínasti gangur...

2014 Kristján Ævar með 97 cm birting

10.4.2014 eru þau að fáann : 97 cm dreki úr Húseyjarkvísl

Veiði hefur verið með miklum ágætum í Húseyjarkvísl eftir að áin opnaði 1.apríl síðast liðinn. Nú var að veiðast þar 97 cm sjóbirtingur sem er mögulega stærsti á þessu vori.

2014 Fossá

10.4.2014 almennt : Bíða lögfræðiálits vegna Fossár

Fossá í Þjórsárdal var auglýst opin fyrir tilboðum í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Um og uppúr áramótum kom það sama upp á, en viðræður leigutaka og landeigenda leystu þá málið. Útboðið nú kom leigutakanum í opna skjöldu.

Vorveiði í Grímsá

9.4.2014 eru þau að fáann : Ágætlega veiðist í Grímsá

Sjóbirtingsveiði í Grímsá hefur gengið vel, að sögn Haraldar Eiríkssonar hjá Hreggnasa, en veiðiskapur hófst þann 1.apríl síðast liðinn. Víða á svæðinu hafa menn orðið varir við töluvert af fiski.

2014 risafiskur úr Staðará

7.4.2014 eru þau að fáann : Magnaður fiskur dreginn úr Staðará

Aldeilis magnaður fiskur var dreginn á land úr Staðará á Snæfellsnesi um helgina. Arnór Laxfjörð Guðmundsson setti þá í og landaði tæplega 21 punda sjóbirtingi, 96 cm löngum með 54 cm þvermál. Margt athyglisvert við þann fisk, óhætt að segja það.

2014 hoplax í Eystri Rangá

7.4.2014 eru þau að fáann : Ótrúlega flottir hoplaxar í Eystri Rangá

Líkt og í Ytri Rangá hafa menn aðeins verið að þreifa á Eystri Rangá, að athuga með sjóbirting og ekki hefur farið hjá því að menn hafa þá sett í hoplaxa. Athygli vekur, eins og sjá má á myndinni, hversu vel haldinn hoplaxinn í Eystri er.

2014 guðmundur atli asgeirsson

5.4.2014 eru þau að fáann : Mok í Tungulæknum

Gríðarleg veiði hefur verið í Tungulæk fyrstu daga þessarar vertíðar, um 400 fiskar veiddust þar fyrstu þrjá daganna og voru hinir frönsku veiðimenn sem þar eru að veiðum þó afskaplega slakir og eru mikið t.d. að reyna þurrflugu, em gefur stundum og stundum ekki.

2014 risabirtingur

4.4.2014 eru þau að fáann : Vísindaveiðar í Ytri Rangá gengu frábærlega

Segja má að fram hafi farið vísindaveiðar í Ytri Rangá tvo fyrstu daganna. Nýir leigutakar að athuga hvort að þetta sé söluvara fyrir 2015. Svarið er: Heldur betur!

Með hann á í Steinsmýrarvötnum

3.4.2014 eru þau að fáann : Fínasta byrjun í Steinsmýrarvötnum

Veiði hófst í Steinsmýrarvötnum 1.apríl eins og víða annars staðar og nú höfum við aflað okkur fregna um hvernig fyrstu veiðimönnunum gekk þar eystra. Veiðin var svo sannarlega góð, enda eðalveiðistaður.

Eldri fréttir

Útlit síðu: