votnogveidi_Fors_2009-03
SPORDUR-CROPP

29.11.2016 almennt : Nýr vefur okkar að fæðast

Lesendur www.votnogveidi.is hafa eflaust tekið eftir því að lítið sem ekkert hefur verið um nýjar uppfærslur hjá okkur síðustu um það bil tvær vikurnar. Við biðjumst velvirðingar á því, en eins og vant er, þá liggja fyrir hlutunum ástæður. Ástæðurnar eru þær, að síðustu vikur hafa kraftar okkar farið í að ljúka við gerð nýrrar útgáfu á VoV. 

Nordura-opnun-2007-06-I_2

5.11.2016 verslun og þjónusta : „Við boðum verðlækkanir“

Þau hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon, eigendur Veiðihornsins í Síðumúla og Veiðimannsins á Krókhálsi hafa að undanförnu staðið fyrir verðlækkunum á margkonar veiðivörum. Og nú hyggja þau á fleira af svo góðu.

teljarinn í Selárfossi skoðaður...

5.11.2016 lífríkið : Hvað veldur niðursveiflunni?

Eftir því hefur verið tekið að Vopnafjarðarárnar Selá og Hofsá, og þá sérstaklega hin síðarnefnda, hafa verið í nokkrum öldudal síðustu sumur. Mikill tröppugangur hefur verið í laxagöngum á landsvísu á sama tíma, en í frábæru árunum voru þær þó aðeins þokkalegar 2013, Selá raunar nokkuð góð það ár, en Hofsá síðri. VoV leitaði skýringa....

Bill Young

1.11.2016 almennt : Bill Young látinn

Fluguveiðimaðurinn Bill Young lést nýverið, banamein hans var krabbamein sem hann hafði glímt við all lengi. Bill Young var einn þeirra erlendu veiðimanna sem hvað mesta tryggð hefur sýnt Íslenskum laxveiðiám, uppáhaldið hans var Laxá í Aðaldal, einkum Nesveiðarnar.

Árni Kristinn 101 cm

24.10.2016 eru þau að fáann : Enn er veitt í Eystri en Ytri búin að loka

Enn er hægt að skreppa austur í Rangárþing og næla sér í lax því umsjónaraðilar Eystri Rangár hafa ákveðið að hafa ána opna til næst komandi fimmtudags, 27.10. Hins vegar er búið að loka Ytri Rangá og lokatölur hennar liggja fyrir.

Syðri Hólmi

22.10.2016 eru þau að fáann : Tungufljótið fullt af fiski

Sjóbirtingsveiði lauk formlega í síðustu ánum s.l. fimmtudag og vonumst við til að geta birt einhverjar tölur úr þeirri veiði á næstunni. Byrjum í dag með því að flytja frétt frá Tungufljóti sem var gjöfult í sumar, enda mikið af fiski á ferðinni.

Kvöldstemming við Ytri Rangá

22.10.2016 eru þau að fáann : Ytri gaf vel síðustu vikuna

Við vitum ekki betur en að laxveiði hafi lokið síðast liðinn fimmtudag, þ.e.a.s. í Rangánum, Affalli og Þverá í Fljótshlíð sem eru á undanþágu með lengir vertíð en sjálfbæru árnar. Enn voru menn að veiða vel fram á síðasta dag.

2010-08_Nordura_HO_4

18.10.2016 eru þau að fáann : Lokatalan í Norðurá komin

Það er smá bið á síðustu lokatölunum úr íslensku laxveiðiánum, en Norðurártalan er þó loks komin á angling.is og vantar þá að vísu örfáar í viðbót, en kannski eru þær mikilvægustu sem enn vantar, tölur úr Grímsá og Svalbarðsá.

flottur birtingur

18.10.2016 eru þau að fáann : Síðustu dagarnir og árnar enn að jafna sig

Það er komið að því, þetta eru síðustu dagar stangaveiðivertíðarinnar. Lokadagur í sjóbirtingsám er n.k. fimmtudag, 20.október. En fregnir herma að svæðið sé enn að jafna sig eftir flóðin á dögunum.

Kjos_150606_01

15.10.2016 almennt : Ólafur Þór á Valdastöðum fallinn frá

Ólafur Þór Ólafsson á Valdastöðum í Kjós er fallinn frá. Ólafur átti langa farsæla ævi. Framsýnn veiðiréttareigandi, farsæll forystumaður í Veiðifélagi Laxár í Kjós og Bugðu til fjölda ára og snjall veiðimaður.

2015 urriðar í Öxará

13.10.2016 lífríkið : Fjórtánda urriðaganga Jóhannesar

Urriðajarlinn Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur hjá Laxfiskum verður með sína árlegu „Urriðagöngu“ upp með Öxará á Þingvöllum næst komandi laugardag og hefst hátíðin klukkan 14.

Eldri fréttir

Útlit síðu: